banner

WKF Series A Aþenu

WKF Series A fór fram í Aþenu, Grikklandi 11.-14. janúar.

Einn landsliðsmaður tók þátt í mótinu frá Íslandi, Samuel Josh Ramos, í kumite male -67kg flokki.
Með honum í ferðinni var Sadik Aliosman Sadik, landsliðsþjálfari í kumite.

Samuel var í 3. hópi og lenti á móti Ítalanum Emanuele Serra í fyrstu umferð. Samuel vann þá viðureign 3-0 og kommst áfram.
Í næstu umferð keppti hann við Írann, Connor O’Sullivan en tapaði þeirri viðureign 0-2.

Þar með lauk keppni hans á mótinu.

Sadik og Samuel á leið í upphitun

About Reinhard Reinhardsson