banner

Opnar landsliðsæfingar í kumite

Opnar landsliðsæfingar verð haldar með landsliðsþjálfarnum í kumite, Sadik Sadik, dagana 15. og 16. mars.

Allar æfingarnar eru opnar fyrir 13 ára og eldri sem vilja komast í landsliðið eða æfa með landsliðinu og verða í Fylkisselinu, Norðlingaholti.

Einnig er verið að leita að keppendum sem verða orðnir 14 ára, 12.apríl mnæstkomandi og vilja keppa fyrir Íslands hönd á Norðurlandameistaramótnu í karate sem verður haldið í Laugardalshöll 13. apríl. Enn eru mörg sæti laus í kumite og eru allir sem hafa unnið til verðalauna á síðustu mótum hvattir til að koma á æfingarnar. Nóg er að gefa kost á sér í þetta eina verkefni.

Um er að ræða tækniæfingar sem ættu að nýtast við undirbúning fyrir keppni á ÍM sunnudaginn 17. mars.

Dagskráin er:

Föstudagur 15. mars.
18.00 – 19.30 Kumite – æfingar

Laugardagur 16. mars.
10.30 – 12.00 Kumite – æfingar
13.00 – 14.30 Kumite – æfingar

Sadik Sadik landsliðsþjálfari í kumite.

About Reinhard Reinhardsson