banner

Nýr landsliðsþjálfari í kumite

Stjórn Karatesambandsins hefur samþykkt tillögu Landsliðsnefndar um að ráða Ruslan Sadikov frá Lettlandi sem næsta landsliðsþjálfara Íslands í kumite.

Hann tekur við starfinu í ágúst næstkomandi. Hann mun koma og halda æfingabúðir 16.-18. ágúst og velja þar í nýjan landsliðshóp í kumite.

Dagana 16. og 17. ágúst verða opnar æfingar fyrir alla 13 ára og eldri sem vilja komast í landsliðs Íslands í kumite. Að þeim loknum velur hann hóp til að vinna með.

Við bjóðum hann velkominn til starfa.

Ruslan Sadikov

About Reinhard Reinhardsson