RIG25 karate
Reykjavíkurleikaranir 2025 í karate fara fram laugardaginn 25. janúar í Laugardalshöll.
Um 100 keppendur er skráðir til leiks, þar af 25 erlendir keppendur frá Englandi, Lettlandi, Danmörku, Frakklandi, Pólandi og Spáni. Um 75 íslenskir keppendur eru frá 10 karatefélögum og -deildum.
Keppt verður í kata og kumite einstaklinga.
Miðaverð er 1.000 kr en frítt fyrir 12 ára og yngri.
Keppni í kata hefst kl. 9.00 og stefnt er á að keppni í kumite hefjist um 13.30. Mótslok eru áætluð um kl. 17.30.
Viktun og skráning fer fram í Laugardalshöllinni föstudaginn 24. janúar kl. 18.00 – 20.30.
Streymt verður frá mótinu í gegnum app.staylive.io/rigplay/karate