Góð ferð á Evrópumót ungmenna 2025
52. Evrópumót ungmenna í karate, 14 – 20 ára, fór fram í Bielsko-Biala, Póllandi dagana 6.-9. febrúar.
6 landsliðmenn tóku þátt á mótinu fyrir Íslands hönd.
Bestum árangri náði Prince James Buenviaje Caamic í kata karla cadet, 7. sæti af 32 keppendum.
Hann sigraði Kosovo í fyrstu viðureign en tapaði fyrir Spáni í annarri umferð. Sá fór í úrslit og fékk silfur.
Prince fékk því uppreisn og sigraði Litháen en tapaði síðan fyrir Tyrklandi. 7 sæti því hans.
Hugi Halldórsson, kumite karla U21 -84kg, vann fyrstu viðureign sína gegn Þýskalandi og þá næstu gegn Úkraínu en tapaði síðan fyrir Serbíu.
Hugi og Serbinn kepptu í fjórðungsúrslitum og Serbinn komst í undanúrslit, þar tapaði hann fyrir englendingnum sem vann til gullverðlauna.
Embla Halldórsdóttir, kumite kvenna junior -59kg, keppti tvær viðureignir og hafnaði i 9. sæti.
Una Borg Garðarsdóttir, kata kvenna U21, vann fyrstu viðureign gegn Sviss en tapaði síðan fyrir Kosovo.