banner

Íslandsmeistaramót fullorðinna í kumite 2025

Íslandsmeistaramót fullorðinna í kumite fór fram Sunnudaginn 23. mars í Íþróttahúsi Sjálandsskóla, Garðabæ og hófst kl. 13.30.

16 keppendur frá 6 karatefélögum og -deildum voru skráðir til leiks.

Yfirdómari var Pétur Freyr Ragnarsson og mótsstjóri Gaukur Garðarsson.

Íslandsmeistari karla -67kg: Davíð Tri Ðuc Nguyen, Karatefélag Reykjavíkur
Íslandsmeistari karla -75kg: Óskar Ingi Agnesar Gunnarsson, Karatefélag Reykjavíkur
Íslandsmeistari karla -84kg: Albert Óli Vilhjálmsson, Karatefélag Reykjavíkur
Íslandsmeistari karla +84kg: Mikael Magnússon, Karatefélag Vestmannaeyja
Íslandsmeistari kvenna +61kg: Eydís Magnea Friðriksdóttir, Karatefélag Reykjavíkur
Íslandsmeistari karla opinn flokkur: Raul Emilio Abreu Bermudez, Afturelding
Íslandsmeistari kvenna opinn flokkur: Eydís Magnea Friðriksdóttir, Karatefélag Reykjavíkur

Karatefélag Reykjavíkur sigraði í stigakeppni félaga með 20 stig, annað varð Karatefélag Vestmannaeyja með 10 stig og Fylkir og Afturelding fengu 3 stig.

Vinningshafar í opnum flokki karla

Vinningshafar í opnum flokki kvenna

About Reinhard Reinhardsson