banner

Íslandsmeistaramót fullorðinna í kata 2025

Íslandsmeistaramót fullorðinna í kata fór fram Sunnudaginn 23. mars í Íþróttahúsi Sjálandsskóla, Garðabæ og hófst kl. 10.00.

23 keppendur frá 8 karatefélögum og -deildum voru skráðir til leiks auk 5 hópkataliða, 2 í kvennaflokki og 3 í karlaflokki.

Yfirdómari var Pétur Freyr Ragnarsson og mótsstjóri Gaukur Garðarsson.

Íslandsmeistari í kata karla: Þórður Jökull Henrysson, Afturelding.
Íslandsmeistari í kata kvenna: Una Borg Garðarsdóttir, Breiðablik.

Þórður Jökull og Una Borg

Íslandsmeistarar í hópkata karla: Lið Karatefélags Reykjavíkur.
Íslandsmeistarar í hópkata kvenna: Lið Karatefélags Reykjavíkur.

Vinningshafar í hópkata karla

Vinningshafar í hópkata kvenna

Karatefélag Reykjavíkur sigraði í stigakeppni félaga með 16 stig, Þórshamar fékk 6 stig og Karatefélag Vestmannaeyja 4 stig.

Heildarúrslit

About Reinhard Reinhardsson