banner

Frábær árangur á Norðurlandameistaramótinu í karate 2025

Frábær árngur náðist á Norðurlandameistaramótinu í karate sem var haldið í Álaborg, Danmörku dagana 11. og 12. apríl.
Föstudaginn 11. apríl fór fram keppni í cadet flokkum (14-15 ára).

Prins James Caamic vann til gullverðlauna í cadet male kata.
Í fyrstu umferð sigraði hann Vincent Karlsson frá Svíþjóð örugglega.
Í annari umferð vann hann August Melberg Widding frá Noregi aftur nokkuð öruggglega.
Hann var því kominn í úrslit og keppti þar við Lettann, Gustavs Jaudzems og sigraði hann af örygg.

Seinna um kvöldið keppti Prins James í kumite, í cadet male kumite -52kg flokki
Í fyrstu umferð sigraði hann Lettann Arsenjis Petersons 2-0.
Í annari umferð tapaði hann fyrir Svíjanum, Josuf Mustafa, sem vann síðan flokkinn.
Prins James fékk því að keppa um brons sæti og sigraði þar Norðmanninn, Jonathan Juell Hansen 8-0.
Bronsið því hans

Aðrir keppendur í cadet flokki náðu ekki á verðlaunapall.

Laugardaginn 12. apríl fór síðan fram keppni í junior (16-17 ára) og senior (18 ára og eldri) flokkum.

Kristján Guðmundsson vann til gullverðlauna í junior male kumite -61kg flokki.
Í fyrstu umferð sigraði hann Lettann Romans Zaburunovs 4-0.
Í annari umferð sigraði hann Taha Bechtioui frá Svíþjóð 7-4.
Í úrslitum vann hann síðan Danann Marius Kallestrup 4-3 og gullið hans.

Aðrir keppendur sem unnu til verðlauna voru:
Una Borg Garðarsdóttir brons í senior female kata.
Eydís Magnea Friðriksdóttir í senior female kumite -61kg.

Þá náði hópkataliðið sér í silfur í keppninni.

Aðrir keppendur stóðu sig vel og náðu nokkrir fimmta sæti í sínum flokkum.

Verðlaunahafarnir

Íslenski hópurinn í lok móts

About Reinhard Reinhardsson