Evrópumeistaramót fullorðinna í karate
60. Evrópumeistaramótið í karate fer fram dagana 7.-12. maí í Yerevan, Armeníu.
3 keppendur frá Íslandi taka þátt í mótinu.
Una Borg Garðarsdóttir, kata kvenna
Þórður Jökull Henrysson, kata karla
Eydís Magnea Friðriksdóttir, kumite kvenna -61kg flokkur.
Þeim til aðstoðar eru landsliðsþjálfararnir Magnús Kr. Eyjólfsson í kata og Ruslan Sadikovs í kumite.
Með í ferðinni er Reinharð Reinharðsson, Formaður KAÍ, sem sækir þing Evróska karatesambandsins.