Hayashi Int. Amsterdam Karate Cup 2025
Landsliðfólk Íslands í kata og kumite keppti á Hayashi Int. Amsterdam Karate Cup 20. desember og var árangurinn mjög góður.
Ísland átti keppendur í úrslitum í öllum opnum flokkum fullorðinna þar sem keppt var til peningaverðlauna.
Hugi Halldórsson sigraði í opnum flokki í kumite karla en hann keppti fyrir hönd KFR. Hann keppti einnig í U21 -84kg flokki og hreppti brons.
Eydís Magnea Friðríksdóttir vann til silfurverðlauna í kumite kvenna og keppti einnig fyrir KFR.
Una Borg Garðarsdóttir og Þórður Jökull Henrysson unnu til silfurverðlauna í Kata auk þess sem Una hreppti brons í U21 flokki í kata.
Óskar Ingi Agnesar Gunnarsson frá KFR náði í brons í U21 -75kg flokki.
Auk þeirra hreppti Andy Hoang Ngyen úr ÍR silfurverðlaun í U14 ára kata og Prince James Carl ÍR bronsverðlaun í U18 ára flokki í kata og silfur í kumite U18 -55kg.
Gabríel Sigurður Pálmason, Jakub Kobiela ÍR, Embla Rebekka Halldórsdóttir KFR og Óskar Ingi Agnesar Gunnarsson KFR náðu einnig í 5. sæti í sínum flokkum.
Með landsliðinu í ferðinni var landsliðsþjálfarinn í kata, Vilhjálmur Vilhjálmsson.

Hugi
Eydís
Una
Þórður
Óskar
Andy
Prince


