banner

Dómaranámskeiði í kata

Karatesambandið stóð fyrir dómaranámskeiði í kata fimmtudaginn 16.janúar síðastliðinn. Helgi Jóhannesson, EKF Referee, sá um námskeiðin sem var í formi fyrirlesturs og í framhaldi af honum var haldið skriflegt og verklegt próf fyrir þá sem það kjósa. Farið var yfir keppnisreglur WKF útgáfu 2020, en mikil breyting er á dómgæslu í kata frá fyrri árum.
Mjög góð þátttaka var á námskeiðinum, yfir 40 manns sóttu það, og vill Karatesambandið koma á framfæri þakklæti fyrir góð viðbrögð við óskum um betri þátttöku í starfi sambandsins.

Á námskeiðinu fóru 16 manns í próf, af þeim náðu 9 skriflegu og verkegu prófi. Auk þeirra mættu 15 dómarar með gild réttindi á námskeiðið og hafa því leyfi til að dæma á mótum ársins, þetta á bæði við um innlend réttindi sem og alþjóðleg réttindi.

Þeir sem endurnýjuðu réttindi sín eru;
Elías Snorrason, KFR, Judge-A
Ólöf Soffía Eðvarðsdóttir Þórshamar, Judge-B
Ævar Austfjörð, KFV, Judge-B

Þeir sem fengu ný réttindi – Judge B:
Esther Hlíðar Jensson, Fjölnir
Freyja Stígsdóttir, Þórshamar
Graciete Das Dores, KFR
Jóna Gréta Hilmarsdóttir Þórshamar
Móey María Sigþórsdóttir McClure Breiðablik
Tómas Pálmar Tómasson Breiðablik

About Reinhard Reinhardsson