banner

Keppnisferð á Lisbon Open

Landslið Íslands í kata tók þátt í Lisbon Open sem haldið var 21. september.
Átta landsliðskeppendur frá Íslandi tóku þátt í mótinu.

Una Borg Garðarsdóttir vann til bronsverðlauna í Junior flokki (16-17 ára).
Í fyrstu umferð tapaði hún naumlega fyrir silfurverðlaunahafnum frá Frakklandi og þékk því uppreisn og möguleika á að keppa um 3ja sæti.
Í fyrstu uppreisnarviðureigninni keppti hún við Joana Santos frá Portúgal og vann hana með 23.00 stigum gegn 23.40.
Í viðrueiginni um bronsverðlaun van hún Sarah Rodrigo frá Lúxembourg og bronsið því hennar.

Eydís Magnea Friðriksdóttir keppti bæði í kata og kumite. Hún sigraði Beatriz Fernandes de Carvalho frá Portúgal í fyrstu viðureign 22.10 gegn 18.80 stigum.
Í næstu viðureign tapaði hún fyrir sigurvegara flokksins of fékk því uppreisnarviðureign. Þar tapaði hún fyrir Natacha Fernandes frá Portúgal sem vann sig síðan í 3ja sæti. Eydís endaði því í sjöunda sæti í flokknum.

Í kumite keppti hún í senior +61 kg flokki. Hún vann fyrstu viðureign gegn Marie Avizou frá Frakklandi 6-0. Í næstu umferð sigraði hún Sonya Saadaoui frá Finnlandi 2-0.
Í þriðju viðureign tapaði hún fyrir sigurveigara flokksins Ana Oliveira frá Portúgal 0-2.
Hún fékk því uppreisnarviðureign um 3ja sætið og vann þar Maria Asturiano frá Portúgal 8-0 og bronsið því hennar.

Þeir Þórður Jökull Henrysson og Prince James Carl Caamic náðu báðir fimmta sæti í sínum flokkum.

Landsliði í kata æfði síðan með Portúgalska kata landsliðun á sunnudeginum.

Með í ferðinni var landsliðsþjálfarinn Magnús Kr. Eyjólfsson.

Una með brons verðlaun

Eydís með bronsverðlaun

Æfingahópurinn: Ísland og Portúgal

About Reinhard Reinhardsson