banner

Heimsmeistaramót ungmenna í karate

Heimsmeistaramót ungmenna 14-20 ára fór fram dagana 8.-14. október í Jesolo, Ítalíu.

Þrír keppendur frá Íslandi tóka þátt í mótinu.

Hugi Halldórsson, Eydís Magnea Friðriksdóttir í flokki U21 (18-20 ára) og Una Borg Garðarsdóttir í flokki 16-17 ára.

Eydís keppti fyrst í kata um morguninn 9. október. Keppinautur hennar var Leidy Daniela Castano frá Kólombiu. Eydís fékk 35.00 stig en sú Kolumbíska 35.50 stig. Þar með var keppni Eydísar lokið.

Seinna um daginn keppti hún aftur í kumite í U21 -68kg flokki kvenna. Fyrsti keppinauturinn var frá Teipei, Yu-Han Hsieh. Eydís sigraði eftir jafna viðureign sem fór 4-4.
Í næstu umferð átti hún við Ema Juricic frá Kóatíu. Sú viðureign fór 2-2 en nú sigraði sú Króatíska. Hún datt síðan út í næstu umferð og þar með hafði Eydís lokið keppni.

Hugi var næstu inná og keppti við Ástralann Wilheim Hiber í fyrstu umferð. Hugi hafði betur og sigraði 2-0.
Í næstu umferð átti hann í höggi við Kólumbíumanninn Soscue Santiaga Ospina en tapaði naumlega fyrir honum 2-4. Kólumbíumaðurinn tapaði næstu viðureign og þar með hafði Hugi lokið keppeni.

Fimmtudaginn 10. október fór fram keppni í junior flokki (16-17 ára). Una keppti þá um morguninn í junior kata kvenna og sat hjá í fyrstu umferð. Í þeirri næstu átti hún í höggi við Katarina Vlahovic frá Svartfjallalandi sem hafði betur með 37,30 stig gegn 35.90 stigum Unu. Katarina tapaði síðan næstu viðureign og þar með hafði Una lokið keppni.

Með í ferðinni var landsliðsþjálfarinn í kata, Magnús Kr. Eyjólfsson og landsliðþjálfarinn í kumite, Ruslan Sadikovs.

Hugi, Eydís og Una

About Reinhard Reinhardsson