banner

Helstu breytingar á WKF keppnisreglum frá 1. janúar 2026

Helstu breytingar á WKF keppnisreglum frá 1. janúar 2026

Hér eru yfirlit yfir helstu breytinga sem orðið hafa á keppnisreglum wkf og taka þær gildi frá og með 1.janúar 2026. Þetta er einungis yfirlit og bendum við á að lesa reglurnar sjálfar svo enginn misskilningur verði, það er nokkuð um orðalagsbreytingar sem hafa ekki áhrif á framkvæmd sem slíka.

Kata
a) Stærsta breytingin sem er í kata dómgæslu er gagnvart því hvernig úrslit eru kynnt. Dómarar gefa áfram hvorum keppanda fyrir sig stig, en í stað þess að reikna út meðaltal stigagjafar, þá er talið fjöldi sigra hjá dómurum. Þ.e. hjá hverjum dómara fyrir sig, kemur fram hvort hann metur rauðan eða bláan betri. Sá keppandi sem eru með fleiri „sigra“ vinnur viðureignina, sjá kafla 5.4 í reglunum.

b) Önnur stór breyting í kata dómgæslu snýr að því að minnka leikræna tilburði, slátt á galla og/eða of ýkta öndun. Það er búið að bæta þessu við sem grunn að brottvísun (disqualification) úr keppni, sjá kafla 5.8, lið nr.6.
c) Sama á við um að tilkynna kata á óskýran máta, nú verður að bera nafnið á kata skýrt fram. Það er búið að bæta þessu við sem grunn að brottvísun, sjá kafla 5.8, lið nr.1.
d) Ef vísa á keppanda úr keppni vegna brota á keppnisreglum, þá á aðaldómari að kalla aðra dómar til sín til umræðu, sjá kafla 5.8.
e) Ef Kiai er ekki rétt (incorrect Kai), þá á að draga það frá stigum keppenda, Kiai á að vera stutt og hnitmiðað. Sjá kafla 5.7, lið nr.7.
f) Nú eru sérhönnuð (prescription) íþróttagleraugu leyfð í kata keppni. Þarna er átt við íþróttagleraugu sem eru ávísuð frá augnlækni, sjá kafla 2.2.4.
g) Nú má ekki sérsníða eða breyta keppnisgalla, heldur verður hann að halda því formi sem hann er hannaður í, sjá kafla 2.2.1, lið nr.m.

Kumite
a) Breyting á skilgreiningu á líkamshlíf fyrir kvenkyns keppendur, þar sem þær eiga að nota brjóst- og líkamshlífar eða hlíf sem er samsett úr báðum þessum, sjá kafla 2.2.7, lið nr.c. Einnig liður nr.h, fyrir keppendur undir 14 ára aldri.
b) Nú má ekki sérsníða eða breyta keppnisgalla, heldur verður hann að halda því formi sem hann er hannaður í, sjá kafla 2.2.1, lið nr.k.
c) Komið er inn í reglur hvernig blönduð liðakeppni á að vera, þar sem bæði karl- og kvenkyns keppendur eru saman í liði annað hvort með þyngdarflokkum eða ekki. Sjá kafla 3.5, 3.5.3 og 3.5.5-3.5.8.
d) Nú er verið að herða á skilgreiningu á því hvað kröfur eru gerðar til hvað sé metið sem stig, þau verða að uppfylla öll 6 skilyrðin. Það er sérstaklega verið að horfa á zanshin eftir tækni og ef keppandi fellur eftir sparktækni, sjá kafla 8.5.
e) Nú má ekki lengur skora með sparki í liggjandi andstæðing heldur einungis með handartækni, spark í liggjandi andstæðings er grunnur að broti, sjá kafla 8.6.
f) Nú er létt andlitssnerting (skin touch) leyft í öllum aldurshópum, sjá kafla 8.9.
g) Breyting á skilgreiningu á því hvenær stig er ekki tekin gild, ef þeim er fylgt eftir með of mikilli snertingu eða veldur að öðru leyti meiðslum, sjá kafla 8.11, lið nr.d.
h) Viðbót við ólöglega hegðun, að sparka í liggjandi andstæðing, sá nánar í kafla nr.9.1.1, lið nr.15.
i) Verið að skilgreina betur aðstæður þar sem Jogai er gefið eða ekki gefið sérstaklega þegar skorað er á andstæðing, sjá kafla 9.1.2 og 9.1.3.
j) Skilgreint er betur hvað þarf að gera áður en Aðgerðarleysi/Passivity er gefið, sjá kafla 10.4.15.
k) Búið að bæta merki fyrir stigavörð vegna Kiken, sjá kafla 12.6.
l) búið að skilgreina tíma sem hægt er að leggja fram kæru, sjá kafla 13.1.6.
m) Búið að bæta við skyldum Kansa, þegar Referee gefur beint HC í Ato shibaraku en atvikið átti sér stað áður en Ato Shibaraku byrjaði, sjá kafla 15.5.4, lið nr.11.
n) Fyrir 3 dómara kerfið, þá er búið að bæta við handahreyfingu fyrir Referee, þegar 1 dómari gefur til kynna stig en Referee er ekki sammála, sjá appendix 5, lið nr.9.

About Reinhard Reinhardsson