RIG26 – karate
Karatemót RIG verður haldið laugardaginn 24. janúar og hefst mótið klukkan 9:00. Að þessu sinni fer mótið fram í íþróttahúsi Víkings, að Safamýri 26.
74 keppendur eru skráðir til leiks frá 10 karatefélögum og-deildum auk keppenda frá Frakklandi, Lettlandi og Póllandi.
Þá eru 4 erlendir dómarar til að aðstoða við dómgæslu á mótinu.
Þeir keppendur sem keppa í Kumite þurfa að mæta í viktun á föstudagskvöld en viktun fer fram í íþróttahúsinu milli kl. 18:00 og 20:00.
Uppsetning mótsins verður á föstudagskvöldið og þeir sem geta komið og aðstoðað við uppsetningu eru beðin um að mæta kl. 19:00 en dregið verður í riðla eftir að uppsetningu líkur.
Íþróttahúsið opnar kl. 8:00 á keppnisdegi og þurfa keppendur í Kata, liðstjórar og starfsmenn að vera mætt fyrir kl. 8:30.
Keppendur sem eingöngu keppa í Kumite þurfa að vera komin í hús fyrir kl. 12:30.
Miðasala er inn á https://www.corsa.is/rig-spectators/register
Aðgangsmiðinn kostar 1000 kr, en frítt fyrir 11 ára og yngri, sýna þarf miða við innganginn.
Frítt er fyrir keppendur, liðstjórar, dómarar og starfsmenn.
Streymt verður fá mótinu á YouTube-rás RIG. https://www.youtube.com/@ReykjavikIG/streams





