banner

RIG26 Reykjavík International Games – Karate

RIG26-Karate fór fram laugardaginn 24. janúar í íþróttahúsi Víkings, að Safamýri 26.
Mótið hófst kl. 9:00 og lauk um 16.30.

74 keppendur voru skráðir til keppni og þar af 12 erlendir keppendur.
Erlendu keppendurnir komu frá Lettlandi, Frakklandi og Póllandi.

Keppt var í Kata fyrir hádegi og Kumite eftir hádegi.
4 erlendir dómarar aðstoðuðu við dómgæslu á mótinu en þeir komu frá Danmörku, Lettlandi, Pólandi og Þýskalandi.

Þórður Jökull Henrýsson úr ÍR sigraði fullorðinsflokk í Kata karla og Eydís Magnea Friðriksdóttir úr KFR sigraði í fullorðinsflokk í Kata kvenna. Gowshekan Balendrakumar frá Frakklandi sigraði í opnum fullorðinsflokk í Kumite og Eydís Magnea Friðriksdóttir úr KFR sigraði í opnum fullorðinsflokk í Kumite kvenna.

Mótsstjóri var Gaukur Garðarsson og yfirdómari Helgi Jóhannesson.

Streymt var frá mótinu á YouTibe-rás Karatesambandsins.

Heildarúrslit

Sigurvegarar í Kata

Sigurvegarar í Kumite

About Reinhard Reinhardsson