banner

Íslandsmeistaramót unglinga í kata

Íslandsmeistarar unglinga í Kata 2013

Íslandsmeistarar unglinga í Kata 2013

Sunnudaginn 17. febrúar, fór fram Íslandsmeistaramót unglinga í kata.  Mótið var mjög vel sótt og mikil aukning var á keppendum, í einstaklingsflokkum tóku um 100 keppendur þátt og 20 lið í liðakeppni frá 9 félögum. Bestum árangri náðu tveir einstaklingar sem urðu tvöfaldir Íslandsmeistarar en þau unnu sína einstaklingsflokka og voru einnig í sigurliði síns félags í hópkata. Þetta voru þau Arna Katrín Kristinsdóttir, Breiðablik og Breki Guðmundsson, Þórshamri. Þess má geta að elstu unglingarnir eru margir hverjir að fara á opna sænska meistaramótið í kata sem fer fram í Malmö 23.mars næstkomandi en sami hópur mun einnig keppa á Íslandsmeistaramóti Fullorðinna í kata sem fer fram 2.mars næstkomandi. Breiðablik varð svo Íslandsmeistari félaga þegar heildarstigin voru lögð saman með 39 stig, en Breiðablik varði með því Íslandsmeistaratitil félaga frá því í fyrra og er þetta 5 árið í röð sem Breiðablik vinnur félagstitilinn. Agnar Helgason og Arnar Þ. Björgvinsson voru mótsstjórar og yfirdómari var Helgi Jóhannesson.

Heildarúrslit mótsins má nálgast hér

 

Post Tagged with , ,

About Reinhard Reinhardsson