banner

Aðalheiður og Elías Íslandsmeistarar í kata

Aðalheiður og Elías Íslandsmeistarar í kata

Aðalheiður Rósa Harðardóttir úr Breiðabliki varð í dag Íslandsmeistari í kata kvenna þriðja árið í röð en hún lagði liðsfélaga sinn Svönu Kötlu Þorsteinsdóttur í úrslitum. Íslandsmótið fór fram í Hagaskóla í morgun.

Aðalheiður varð tvöfaldur meistari því hún vann einnig liðakeppnina með Breiðabliki ásamt Svönu Kötlu og og Kristínu Magnúsdóttur.

Elías Snorrason úr KFR varð Íslandsmeistari í karlaflokki en hann lagði Heiðar Benediktsson úr Breiðabliki í úrslitum. Heiðar vann ríkjandi Íslandsmeistara, Kristján Helga Carrasco úr Víkingi í undanúrslitum.

Breiðablik vann einnig hópkata karla en liðið skipuðu þeir Heiðar Benediktsson, Davíð Freyr Guðjónsson og Magnús Kr. Eyjólfsson.

Breiðablik bar höfuð og herðar yfir önnuð lið á mótinu og endaði langefst í stigakeppninni og varð því Íslandsmeistari í kata þriðja árið í röð.

Kata karla:
1. Elías Snorrason, KFR
2. Heiðar Benediktsson, Breiðabliki
3. Kristján Helgi Carrasco, Víkingi
3. Davíð Freyr Guðjónsson, Breiðablik

Kata kvenna:
1. Aðalheiður Rósa Harðardóttir, Breiðabliki
2. Svana Katla Þorsteinsdóttir, Breiðabliki
3. Kristín Magnúsdóttir, Breiðabliki
3. Kristín Pétursdóttir, Breiðabliki

Hópkata karla:
1. Breiðablik, Davíð Freyr Guðjónsson, Heiðar Benediktsson, Magnús Kr. Eyjólfsson.
2. Þórshamar, Breki Guðmundsson, Bogi Benediktsson, Eiríkur Örn Róbertsson.
3. Víkingur, Kristján Helgi Carrasco, Sverrir Ólafur Torfason, Sindri Pétursson.

Hópkata kvenna:
1. Breiðablik A, Aðalheiður Rósa Harðardóttir, Svana Katla Þorsteinsdóttir, Kristín Magnúsdóttir.
2. Breiðablik C, Kristín Pétursdóttir, María Orradóttir, Hera Björg Jörgensdóttir.
3. Breiðablik B, Björg Jónsdóttir, Tinna Rut Finnbogadóttir, Geirrún Tómasdóttir.

Heildarstig félaga:
1. Breiðablik – 28 stig
2. Þórshamar – 4 stig
3. KFR – 3 stig
4. Víkingur – 3 stig

Sjáðu Elías framkvæma kata í úrslitum hér

Úrslit Íslandsmót fullorðina í Kata 2013

Post Tagged with , ,

About Reinhard Reinhardsson