banner

Kristján Helgi hefur lokið keppni

Á sunnudaginn 9.febrúar, á þriðja keppnisdegi Evrópumeistaramótsins í karate undir 21árs sem fer fram í Lisbon Portúgal, keppti Kristján Helgi Carrasco í kumite -78kg.  Kristján Helgi mætti Denis Denisenko frá Rússlandi í fyrstu viðureign sinni, sem var mjög jöfn.  En undir lokin náði Denis höggi á kristján og skoraði með því stig, viðureignin endaði því 1-0 fyrir Denis.  Denis mætti í næstu umferð frakkanum Julien Caffaro sem á endanum vann viðureignina og þar með var ljóst  að möguleikar Kristjáns á uppreisn og rétt til að keppa um 3ja sætið var farið.
Nú hafa báðir keppendur okkar á Evrópumeistaramótinu undir 21árs lokið keppni, en framundan eru m.a. Norðurlandamót í Lettalandi og Evrópumeistaramót fullorðinna í Finnalandi.
KAI_Kristjan_Helgi_Carrasco

About Helgi Jóhannesson