banner

Fyrsta bikarmót vetrarins

???????????????????????????????Fyrsta bikarmót Karatesambandsins fór fram í gær, laugardaginn 4.október, í Fylkissetrinu Norðlingaholti í umsjón karatedeildar Fylkis.  Flest allt besta karatefólk var mætt á mótið og sáust margar mjög skemmtilegar viðureignir á mótinu.  Í úrslitum kata karla áttust við tveir fyrrum íslandsmeistarar, þeir Elías Snorrason og Pathipan Kristjánsson, en svo fór að Elías hafði betur. Í kata kvenna áttust við liðsfélagarnir úr Breiðablik, þær Kristín Magnúsdóttir og Svana Katla Þorsteinsdóttir en þær hafa keppt á móti hvorri annarri í mörg ár, Svana Katla sigraði í viðureign dagsins. Í kumite karla áttust við liðsfélagarnir Jóhannes Gauti Óttarsson og Ólafur Engilbert Árnason í mjög skemmtilegri og spennandi viðureign, en þess má geta að Ólafur keppir ennþá í unglingaflokkum. Eftir jafna viðureign stóð Jóhannes uppi sem sigurvegari. Í kumite kvenna áttu  unglingalandsliðsstúlkurnar Edda Kristín Óttarsdóttir og Katrín Ingunn Björnsdóttir að mætast, en Katrín varð að gefa viðureignina vegna meiðsla sem hún hlaut í undanúrslitum. Þess má geta að Edda Kristín og Jóhannes Gauti, sigurvegarar í kumiteflokkum, eru systkin.

Telma Rut Frímannsdóttir, margfaldur íslandsmeistari, mætti ekki á mótið þar sem hún dvelur erlendis við æfingar til undirbúnings fyrir Heimsmeistaramótið í karate sem haldið verður í Bremen, Þýskalandi, 5-9.nóvember næstkomandi.

Á bikarmótum eru gefin stig fyrir sigur í kata og kumite, þar sem stigahæsti keppandinn verður útnefndur Bikarmeistari. Fyrir fyrsta sæti í hverjum flokki eru gefin 10 stig, 8 stig fyrir annað sæti, 6 stig fyrir þriðja sætið og 3 stig fyrir 5-6.sæti.  Í vetur verða bikarmótin þrjú og í lok þeirra verður krýndur bikarmeistari sá einstaklingur sem eru með flest stigin, bæði í karla- og kvennaflokki.

Úrslit dagsins;
Kata Karla
1. Elías Snorrason, KFR
2. Pathipan Kristjánsson, Fjölni
3. Kristján Helgi Carrasco, Víking
3. Hólmgeir Gauti Agnarsson, Breiðablik

Kata kvenna
1. Svana Katla Þorsteinsdóttir, Breiðablik
2. Kristín Magnúsdóttir, Breiðablik
3. María Helga Guðmundsdóttir, Þórshamri

Kumite karla
1. Jóhannes Gauti Óttarsson, Fylki
2. Ólafur Engilbert Árnason, Fylki
3. Sverrir Ólafur Torfason, Víking
3. Kristján Helgi Carrasco, Víking

Kumite kvenna
1. Edda Kristín Óttarsdóttir, Fylki
2. Katrín Ingunn Björnsdóttir, Fylki
3. Ingibjörg Halldórsdóttir, KFR
3. María Helga Guðmundsdóttir, Þórshamri

Staðan eftir fyrsta mót er;
Karlaflokkur
Kristján Helgi Carrasco, Víkingur,  12 stig
Elías Snorrason, KFR, 10 stig
Jóhannes Gauti Óttarsson, Fylkir, 10 stig

Kvennaflokkur
María Helga Guðmundsdóttir, Þórshamar, 12 stig
Kristín Magnúsdóttir, Breiðablik, 11 stig
Ingibjörg Halldórsdóttir, KFR, 11 stig

 

Seinna um daginn fór fram Bikarmót unglinga, Bushidomótaröðin, þar sem keppt var bæði í kata og kumite í 5 aldursflokkum.  Helstu úrslit voru;

Kata barna 12 ára, fædd 2002
1. Ómar M Hami, Þórshamar
2. Máni Hákonarson, UMFA
3. Matthías Eyfjörð, UMFA
3. Þórður Jökull Henrýsson, UMFA

Kata 13 ára táninga, fædd 2001
1. Viktor Steinn Sighvatsson, Fjölnir
2. Óttar Finnson, Fjölni
3. Helga Björg Óladóttir, Þórshamar
3. Snorri Beck Magnússon, Breiðablik

Kata 14 ára táninga, fædd 2000
1. Mary Jane Padua Rafael, Víkingur
2. Guðjón Jósefsson, KFR
3. Díana Ýr Reynisdóttir, Breiðablik
3. Guðbjörg H Gunnarsdóttir, Breiðablik

Kata 15 ára táninga, fædd 1999
1. Laufey Lind Sigþórsdóttir, Breiðablik
2. Anna Katrín Kristinsdóttir, Breiðablik
3. Baldur Benediktsson, Breiðablik
3. Matthías B Montazeri, Víkingur

Kata 16-17 ára unglinga, fædd 1997 – 1998
1. Bogi Benediktsson, Þórshamar
2. Hólmgeir Gauti Agnarsson, Breiðablik
3. Sigríður Þórdís Pétursdóttir, Fjölnir

Kumite drengja 12-13 ára, f. 2001-2002 -45kg
1. Máni Hákonarson, UMFA
2. Ómar Hani, Þórshamar
3. Tómas Gauti Óttarsson, Fylkir
3. Matthías Eyfjörð, UMFA

Kumite drengja 12-13 ára, f. 2001-2002 +45kg
1. Hrannar Ingi Arnarson, Fylkir
2. Aron Bjarkason, Þórshamar
3. Viktor Steinn Sighvatsson, Fjölnir
3. Óttar Finnsson, Fjölnir

Kumite pilta 14-15 ára, f. 2000-2001
1. Ágúst Heiðar Sveinbjörnsson, Fylkir
2. Þorsteinn Freygarðsson, Fylkir
3. Birkir J Ómarsson, Víkingur
3. Mikael Máni Vidal, Fjölnir

Kumite pilta 16 og 17 ára fæddir 1998-1997
1. Ólafur Engilbert Árnason, Fylkir
2. Máni Karl Guðmundsson, Fylkir
3. Aron Breki Heiðarsson, Breiðablik
3. Hólmgeir Gauti Agnarsson, Breiðablik

Kumite telpna 12 og 13 ára, fæddar 2001 – 2002
1. Iveta Ivanova, Fylkir
2. Lóa Björg Finnsdóttir, Fylkir
3. Móey María Sigþórsdóttir, Breiðablik
3. Freyja Benediktsdóttir, Breiðablik

Kumite stúlkna 14 og 15 ára, fæddar 2000 – 1999
1. Lilja Vigdís Davíðsdóttir, Fylkir
2. Hekla Halldórsdóttir, Fylkir
3. Mary Jane Padua Rafael, Víking
3. Katla Halldórsdóttir, Fylkir

Kumite stúlkna 16 og 17 ára, fæddar 1998-1997
1. Edda Kristín Óttarsdóttir, Fylkir
2. Katrín Ingunn Björnsdóttir, Fylkir

 

About Helgi Jóhannesson