banner

Dómaranámskeið vegna nýrra reglna

Karatesamband_Islands_logo_webKaratesambandið stendur fyrir dómaranámskeiði föstudaginn 16. janúar næstkomandi kl.19:00-21:00, í Veitingasal Breiðabliks, Smáranum, Kópavogi. Hr. Javier Escalante, ritari dómaranefndar WKF/EKF, sér um námskeiðið. Hr. Javier Escalante mun auk þess vera yfirdómari á RIG karatemótinu 17.janúar. Farið verður yfir WKF keppnisreglur 9.0 sem tóku gildi 1.janúar 2015 með áherslu á þær breytingar sem orðið hafa. Þó nokkrar breytingar hafa orðið á reglunum og því mikilvægt að allir þeir sem ætla að dæma á mótum mæti á námskeiðið. Ekki verður um skriflegt próf að þessu sinni en það verður haldið síðar.  Hægt er að nálgast reglurnar á íslensku og ensku á vef KAÍ;  http://kai.is/keppnisreglur-wkf/
Hér er svo linkur inn á skráningarformið;
Mikilvægt að allir skrái sig sem ætla að mæta, svo við vitum fjölda.

About Reinhard Reinhardsson