banner

Tveir evrópumeistarar keppa í karate á RIG.

rig2015_portSex mjög sterkir erlendir keppendur eru væntanlegir til landsins til að keppa í karate á alþjóðlegu Reykjavíkurleikunum, sem haldið verður laugardaginn 17.janúar næstkomandi.   Fyrstan má nefna Emmu Lucraft frá Englandi sem varð Evrópumeistari í U21 kata kvenna 2013 og tvöfaldur sigurvegari í kata kvenna á heimsbikarmótinu í Karate i Hollandi og Tyrklandi 2013 ásamt bronsverðlaunum á HM í U21 kata kvenna 2011. Emma er sem stendur í 11. sæti á heimslista WKF í kata kvenna.

Viktorija Rezajeva frá Lettlandi varð Evrópumeistari 2013 í Junior Kumite kvenna +59 kg., vann silfur í Kumite Cadet kvenna +54 kg. á U21 EM árið 2011 og er hún sem stendur í 28. sæti á heimslista WKF í -68 kg kumite flokki kvenna.

Johnathan Gilmour frá Skotlandi, hefur unnið til bronsverðlauna á EM U21 í kumite cadet -57 kg og brons á heimsbikarmótinu Youth Cup 2013 og 2014, og er sem stendur í 48. sæti á heimslista WKF í kumite flokki junior -68 kg.

Lonni Boulesnane frá Frakklandi er að keppa í annað sinn á RIG, en hann vann til gullverðlauna í +75 kg flokki karla 2014 og er því kominn til að verja titilinn sinn. Hann vann til silfurverðlauna EM U21 í kumite U21 +78 kg flokki 2009, og var í öðru sæti í +84 kg. kumite flokki karla á heimsbikarmótinu í París 2013, og er sem stendur í 48. sæti á heimslista WKF í +84 kg kumite flokki karla.

Bryan van Waesberghe er öflugur Belgískur landsliðsmaður sem situr í 30. sæti á heimslista WKF í +84 kg kumite flokki karla., var í fimmta sæti í +84 kg. kumite flokki karla á heimsbikarmótinu í París 2013, sjöunda sæti í +84 kg. kumite flokki karla á heimsbikarmótinu í Salzburg 2012, og á heimsbikarmótinu í Hanau 2014 vann hann þrjár viðureignir í +84 kg. kumite flokki karla og endaði í 9-11. sæti.

Lionel Adia er franskur meistari í kumite ásamt því að hafa unnið Open d’Alsace frá því 2011. Hann var í 11 sæti í -75 kg kumite flokki karla á heimsbikarmótinu í Hanau 2014.

About Helgi Jóhannesson