banner

RIG23 karate

Karatehluti Reykjavík International Games 2023 fór fram laugardaginn 28. janúar.

Mótið var haldið í Laugardalshöll og voru um 80 keppendur skráðir til keppni frá 9 karatefélögum og -deildum auk keppenda frá Svíþjóð, Skotlandi og Hollandi. Því miður var flug Svíanna fellt niður vegna veðurs og komust þeir ekki á mótið.

Hægt er að horfa á upptökur frá mótinu á Youtube-rás Karatesambandsins.

Þrír erlendir dómarar aðstoðuðu við dómgæslu á mótinu, þau Milan H. Nielsen, WKF referee, Camilla Budtz, EKF judge og Pawel Piotrowski, EKF referee.

Miss Universe Iceland, Hrafnhildi Haraldsdóttur, veiti verðlaun á mótinu.

Yfirdómari var Helgi Jóhannesson, EKF referee og mótsstjóri María Jensen.

Meistarar í senior flokkum urðu:
Kata kvenna: Eydís Magnea Friðriksdóttir, KFR
Kata karla: Þórður Jökull Henrysson, Aftureldingu
Kumite kvenna: Eydís Magnea Friðriksdóttir, KFR
Kumite karla: Samuel Josh Ramos, Fylki

Heildarúrslit

Sigurveigarar í kata hlutanum

Sigurveigarar í kumite hlutanum

About Reinhard Reinhardsson