banner

Telma Rut hefur lokið keppni í Baku

KAI_Baku2015_Telma2Íslenska landsliðskonan Telma Rut Frímannsdóttir tók þátt í fyrsta karatemótinu á Evrópuleikunum sem fram fara í Baku, Azerbaijan.  Ljóst var fyrir mótið að um erfiða keppni yrði að ræða fyrir Telmu enda andstæðingar hennar verðlaunahafar frá síðasta Evrópumeistaramóti. Keppendum í -68kg flokki var skipt upp í tvo riðla þar sem 2 stigahæstu keppendurnir komast í undanúrslit. Með Telmu í riðli voru Elena Quirice frá Sviss (silfur á síðasta EM), Marina Rakovic frá Svartfjallalandi (brons á síðasta EM) og Hafsa Burcu frá Tyrklandi (Evrópumeistari 2013).  Allar eru þær hátt skrifaðar á heimslistanum fyrir kumite -68kg, Elena er í 16.sæti, Marina í 13.sæti og Hafsa í 6.sæti, en Telma Rut situr sem stendur í 91.sæti á heimslistanum.

Í fyrstu viðureign fékk Telma Elena frá Sviss og var örlítill skjálfti í okkar stelpu og komst hún ekki almennilega í gang og tapaði bardaganum  8-0, þó svo að Telma hafi skorað amk 2 stig, að okkar mati, þá fékk hún ekki flögg frá dómurum. Annar bardagi hennar var miklu betri þegar hún keppti á móti Marinu Rakovic, sem pressaði mjög mikið á Telmu allan bardagann, sá bardagi var í miklu jafnvægi en að lokum vann Marina 2-0, þess má geta að Marina endaði í 3ja sæti í flokknum. Í síðustu viðureign keppti Telma á móti Hafsa frá Tyrklandi.  Telma fór á fullt strax í byrjun og skoraði með mjög góðu gyakuzuki í höfuð og leiddi því bardagann 1-0. Hafsa er mjög góð að sparka og náði tveimur góðum Jodan mawashigeri sem Telma náði ekki að verja almennilega og tveimur chudan spörkum sem gáfu henni stig enda sigraði Hafsa viðureignina.

Telma Rut hefur því lokið keppni á þessum fyrstu stórglæsilegum Evrópuleikum.  Frammistaða hennar gefur góðar vísbendingar fyrir næstu verkefni sem verða Smáþjóðamót í Karate í október næstkomandi.

About Helgi Jóhannesson