banner

Dómaranámskeið í kata

wkf_logo

Karatesambandið stendur fyrir dómaranámskeiði í kata föstudaginn 19.febrúar næstkomandi kl. 19:00, í Veitingasal Smárans, húsnæði Breiðabliks, Kópavogi.
Helgi Jóhannesson, EKF Referee, sér um námskeiðið. Fyrst verður fyrirlestur og í framhaldi af honum skriflegt próf, að loknu skriflegu prófi verður haldið verklegt próf í sal karatedeildar Breiðabliks (í Smáranum).
Hægt er að sjá reglugerð um dómara á vef KAÍ ásamt keppnisreglunum og þeim spurningum sem eru til grundvallar á skriflegu prófi. Farið verður yfir nýjar keppnisreglur WKF 9.0. Allir sem ætla í próf, þurfa að sýna algenga keppniskata úr eigin stíl ásamt því að sýna algenga keppniskata úr öðrum stíl.

Ekki er nauðsynlegt að fara í skriflegt próf þó svo að fólk mæti á fyrirlesturinn, en hægt er að nálgast reglurnar og prófspurningarnar á íslensku og ensku á vef KAÍ ásamt keppnisreglunum og þeim spurningum sem eru til grundvallar á skriflegu prófi (http://kai.is/keppnisreglur-wkf/). Farið verður yfir nýjar keppnisreglur WKF 9.0.

Skráning á meðfylgjandi síðu;  http://goo.gl/forms/dS8s1Qx5FD

About Helgi Jóhannesson