banner

María Helga með gull og brons í Svíþjóð

KAI_2016_Maria_Helga_Gudmundsdottir_Swedish_open_karateUm helgina fór fram Swedish Karate Open i Malmö Svíþjóð, Ísland átti einn keppenda í fullorðinsflokkum á mótinu, Maríu Helgu Guðmundsdóttur, sem keppti bæði í kata og kumite en María dvaldi síðustu viku í Svíþjóð við æfingar. Í heildina voru um 800 keppendur á mótinu frá 12 þjóðum.

Í kata vann María Helga til bronsverðlauna, eftir að hafa unnið fyrstu 2 viðureignir sínar mætti María Helga Melina Kazakidis frá Danmörku í undanúrslitum. Sú danska hafði betur og því ljóst að María Helga myndi keppa um bronsverðlaunin. Í viðureigninni um bronsið mætti María Helga A. Johannsson frá Svíþjóð, María Helga sýndi kata Gojushiho-sho og vann viðureignina nokkuð örugglega.

Í kumite keppti María Helga í -55kg flokki þar sem hún átti að mæta Manu Gurung frá Nepal í undanúrslitum, en Manu mætti ekki og var Maríu Helgu dæmdur sigur. Í úrslitum mætti hún finnsku landsliðskonunni Ann-Marie Nummila. María Helga stýrði bardaganum frá upphafi, náði fljótt forystu með góðu sparki í höfuð Ann-Marie, sem síðan náði að svara með höggi í höfuð Maríu, en María Helga sýndi styrk sinn og náðu góðu hringsparki í síðu þeirra finnsku og vann viðureignina örugglega 5-1.

Næsta verkefni Maríu Helgu ásamt öðru landsliðsfólki í karate er Norðurlandameistaramótið sem fer fram í Danmörku laugardaginn 9.apríl

About Helgi Jóhannesson