banner

Elías, Ólafur og Svana úr leik á HM í Karate

wkf_logoÍsland átti 3 keppendur á fyrsta degi Heimsmeistaramótsins í Karate sem fer fram í Linz Austurríki.  Ekki náðu okkar keppendur að hitta á rétt úrslit þrátt fyrir góða frammistöðu. Elías Snorrason og Svana Katla Þorsteinsdóttir kepptu bæði í einstaklingskata, þar sem Elías mætti Ramirez Luis Aros frá Chile og Svana Katla mætti Frederikke Bjerring frá Danmörku.  Andstæðingar þeirra unnu og féll okkar fólk því út í fyrstu umferð.  Það sama átti við um Ólaf Engilbert Árnason sem mætti Fali Li frá Kína í fyrstu umferð í kumite -75kg flokki, beið Ólafur lægri hlut 0-1. Andstæðingar okkar í dag duttu svo út í seinni umferðum og því átti okkar fólk ekki rétt á uppreisnarglímu.  Þess má geta að einstaklingsflokkarnir eru mjög fjölmennir og þarf sá sem keppir til sigurs í hverjum flokki að keppa í 7-8 viðureignum.
Á morgun fimmtudag mun svo Telma Rut Frímannsdóttir keppa í kumite -61kg og hópkatalið okkar.
Á meðfylgjandi youtube myndskeiði má sjá spjall við keppendur og brot úr viðureignum þeirra.

About Helgi Jóhannesson