banner

Telma og Hópkataliðið úr leik á HM

wkf_logo

Á öðrum degi Heimsmeistaramótsins sem fer fram í Linz Austurríki, keppti Telma Rut Frímannsdóttir í kumite -61kg flokki og hópkatalið okkar í kvennaflokki, hópkataliðið skipa þær Arna Katrín Kristinsdóttir, Kristín Magnúsdóttir, Svana Katla Þorsteinsdóttir.  Telma Rut mætti Javiera Lavin Gonzalez frá Chile í fyrstu umferð sem endaði með því að Javiera vann viðureignina 3-0. Javiera tapaði svo í næstu umferð og því á Telma ekki möguleika á uppreisn. Hópkataliðið okkar mætti danska landsliðinu í fyrstu umferð, þar sem okkar stúlkur biðu lægri hlut og eru því úr leik eftir að þær dönsku duttu út í næstu umferð.

Á morgun föstudag er liðakeppni í kumite og svo úrslit á laugardag-sunnudag í beinni útsendingu.

Hér má svo sjá youtube stiklu frá deginum í dag.

 

About Helgi Jóhannesson