banner

Sjö keppendur á Evrópumóti unglinga í Sofia.

Ísland á sjö keppendur á Evrópumóti unglinga, sem fram fer í Sofia, Búlgaríu, dagana 16. til 19. febrúar.  1.150 keppendur frá 39 þjóðum á aldrinum 14 til 21 árs keppa í 37 flokkum alls í kata og kumite og samanstendur íslenski hópurinn af Sigríði Hagalín Pétursdóttur, KFR, og Aroni Huynh, ÍR, en þau keppa bæði í Kata.  Kumitekeppendur eru Embla Kjartansdóttir, Iveta Ivanova, Katrín Ingunn Björnsdóttir, Máni Karl Guðmundsson og Ólafur Engilbert Árnason, öll úr Fylki.

Undirbúningur hefur staðið yfr í allnokkurn tíma fyrir mótið og hafa allnokkrir keppendur staðið sig vel á þeim mótum sem keppt hefur verið á erlendis, þannig má nefna að Iveta Ivanova hefur sótt gull til Englands og Embla Kjartansdóttir silfur í sömu ferð.  Ólafur hefur sótt verðlaun til Þýskalands og keppt á heimsmeistaramóti fullorðinna, og af innlendum vettvandi keppenda má nefna að Máni Karl og Katrín Ingunn eru núverandi Íslandsmeistarar og var Aron Huynh einnig valinn karatemaður ársins á dögunum.

Keppendur í flokkum:
Sigríður Hagalín Pétursdóttir, Kata kvenna Cadet (32 keppendur)
Aron Huynh, Kata karla Junior (37 keppendur)
Embla Kjartansdóttir, Kumite kvenna Cadet -54 kg. (39 keppendur)
Iveta Ivanova, Kumite kvenna Junior -53 kg. (34 keppendur)
Katrín Ingunn Björnsdóttir, Kumite kvenna undir 21 árs -68 kg. (29 keppendur)
Máni Karl Guðmundsson, Kumite karla undir 21 árs -67 kg. (42 keppendur)
Ólafur Engilbert Árnason, Kumite karla undir 21 árs -75 kg. (41 keppandi)

Ingólfur Snorrason, landsliðsþálfari í Kumite, verður með í för og með honum verður Pétur Ragnarsson fararstjóri og einnig mun Helgi Jóhannesson, varaformaður karatesambands íslands og dómari, dæma á mótinu.

Á meðfylgjandi mynd má sjá landsliðshópinn ásamt landsliðsþjálfurum, frá vinstri, Ingólfur landsliðsþjálfari í kumite, Ólafur Engilbert, Katrín Ingunn, Aron Anh, Iveta, Sigríður, Embla, Máni Karl og Vilhjálmur Svan landsliðsþjálfari í kata.

About Helgi Jóhannesson