banner

Karatefélag Reykjavíkur Íslandsmeistarar barna í kata þriðja árið í röð

Íslandsmeistara barna í kata 2017 fór fram laugardaginn 6. maí í Íþróttahúsinu Vesturgötu, Akranesi. Um 170 krakkar og 37 lið mættu til leiks. Þegar uppi var staðið varð Karatefélag Reykjavíkur Íslandsmeistari félaga 3. árið í röð með 19 stig. Mótsstjóri var María Jenssen og yfirdómari var Pétur Freyr Ragnarsson.

Íslandsmeistarar í einstökum flokkum eru;
Kata barna 8 ára og yngri, Adam Ómar Ómarsson, ÍR
Kata barna 9 ára, Embla Rebekka Halldórsdóttir, KFR
Kata barna 10 ára, De Luna Fancis Matthew, ÍR
Kata barna 11 ára, Anna Koziel, KFR
Hópkata 9 ára og yngri, Jakub Kobiela, Dunja Minic, Adam Ómar Ómarsson, ÍR
Hópkata 10-11 ára, Nökkvi Benediktsson, Björn Breki Halldórsson, Aron Máni Auðunsson, KFR

Heildarúrslit.


Íslandsmeistarar Barna

About Reinhard Reinhardsson