banner

Góður árangur á fyrsta Amsterdam Open Cup mótinu

Fyrsta Amsterdam Open Cup mótið fór fram sunnudaginn 16. apríl í Amsterdam.
María Helga og Iveta með verðlaunin

Iveta var í miklum ham í -53 kg. flokki Junior og fór alla leið í úrslit þar sem hún tapaði naumlega fyrir Belgískri stelpu.
María kom sterk inn í fyrstu viðureign og vann með töluverðum mun, tapaði síðan naumlega og endaði með að keppa um bronsið og sigra, niðurstaðan þriðja sæti í -55 kg. flokki.
Ágúst var hálfslappur, fékk ælupest skömmu eftir lendingu en ákvað að vera með. Hann keppti í +70 kg. flokki Junior og náði á ótrúlegan máta að sigra tvo bardaga í röð eftir naumt tap í fyrsta fyrir sigurvegara flokksins og varð hann því í þriðja sæti í flokknum.
Kata sigraði fyrstu tvær viðureignirnar í +61 kg. flokki og tapaði þriðju, keppti síðan um brons og tapaði naumlega.
Óli og Máni duttu naumlega út í fyrsta bardaga í -75 og -67 kg. flokki fullorðinna.

Mótið var frábært í alla staði og skipulagning í fyrsta flokki. Það var mikið af landsliðsfólki að keppa og ljóst að það er verið að hita verulega upp fyrir EM fullorðinna og HM unglinga.

Með í ferðinni var landsliðsþjálfarinn, Ingólfur Snorrason.

About Reinhard Reinhardsson