banner

Íslandsmeistaramótið í kata 2018

Íslandsmeistaramótið í kata 2018 verður haldið í Fylkisselinu, Norðlingabraut 12, og hefst kl. 10.30 með undanúrslitum en úrslit hefjast kl. 13.00 og standa yfir til 13.30. Verðlaunaafhending og mótslok 13.30 -14.00.

Allt landsliðsfólk í kata er skráð til leiks og þrjú hópkataliða í kvenna flokki og þrjú í karla flokki.

Ríkjandi meistarar, þau Svana Katla Þorsteinsdóttir og Aron Anh Ky Huynh eru bæði skráð og munu því reyna að verja titla sína.

Einnig má búast við harðri keppni milli hópkataliða Þórshamars og Breiðabliks bæði í karla og kvennaflokkum en liðin höfðu sætaskipti á síðasta ári.

About Reinhard Reinhardsson