banner

Tveir keppendur á leið á Karate A í Salsburg

Tveir keppendur eru á leið á Karate A series í Salsburg, 3. og 4. mars.

Ólafur Engilbert Ólafsson í -75 kg flokki í kumite og Máni Karl Guðmundsson í -67 kg flokki í kumite.

Um og yfir 170 keppendur eru skráðir til leiks í hvorum flokki. Er því um risamót að ræða og þarf sigurveigarinn í hverjum flokki að keppa 7-8 sinnum til að komast í úrslit.

Með í ferðinni er landsliðsþjálfarinn í kumite, Ingólfur Snorrason.

Frá vinstri: Ingólfur, Ólafur og Máni.


Lokað fyrir athugasemdir.

About Reinhard Reinhardsson