banner

9 keppendur taka þátt í 2. Amsterdam Open Cup mótinu

Níu keppendur frá Íslandi taka þátt á öðru Amsterdam Open Cup mótinu, sunnudaginn 1. apríl næstkomandi.
Með hópnum er landsliðsþjálfarinn í kumite, Ingólfur Snorrason. 636 keppendur eru skráðir til leiks frá 19 þjóðum.

Þetta mót er hluti af undirbúningi landsliðsins fyrir Evrópumeistaramót í karate sem verður haldið í 9.-13. Maí í Novi Sad í Serbíu.

Keppendurnir eru:
Arna Katrín Kristinsdóttir, kumite senior female -68 kg.
Aron Bjarkason, kumite junior U18 -61 kg.
Ágúst Heiðar Sveinbjörnsson, kumite junior U18 male -76 kg.
Iveta Ivanova, kumite junior U18 female -53 kg.
Lóa Finnsdóttir, kumite cadet U16 female -54 kg.
María Helga Guðmundsdóttir, kumite senior female -55 kg.
Máni Karl Guðmundsson, kumite senior male -67 kg.
Ólafur Engilbert Árnason, kumite senior male -75 kg.
Samuel Josh Ramos, kumite cadet U16 male -57 kg.

Hópurinn í Leifsstöð. Frá vinstri, Lóa, Iveta, Aron, María, Arna, Samuel, Máni, Ólafur og Ágúst.

About Reinhard Reinhardsson