banner

8th International 7-21 Randori

Fjórir landsliðsmenn í kumite fara á alþjóðlegar æfingabúðir og mót í Waldmichelbach, Þýskalandi.

Viðburðurinn er ætlaður keppendum undir 21 árs og eru þau Iveta Ivanova, Samuel Josh Ramos, Máni Karl Guðmundsson og Ólafur Engilbert Árnason meðal þátttakenda. Öll eru skráð til keppni, nema Ólafur sem mun einungis taka þátt á æfingabúðunum að þessu sinni.

Um 700 þátttakendur eru skráðir til leiks og verður æft og keppt frá föstudegi til mánudags.

Landsliðið í kumite hefur verið á mikilli siglingu undanfarið og er mikil uppbygging yngri keppenda í íþróttinni á Íslandi.

Viðburður helgarinnar er mikilvægur þáttur í undirbúningi Ivetu Ivanova fyrir úrtöku fyrir Óympíuleika ungmenna, sem haldnir verða í Argentínu í haust.

Ingólfur Snorrason, landsliðsþjálfari í kumite fylgir hópnum sem fyrr.

Ólafur, Iveta, Samuel og Máni

About Reinhard Reinhardsson