banner

Frábær árangur á 5. Smáþjóðamótinu í karate.

Fimmta Smáþjóðamótið í karate fór fram dagana 27. – 29. September í San Marínó. Yfir 300 keppendur tóku þátt í mótinu frá öllum níu þjóðunum sem teljast til smáþjóða Evrópu.
Ísland sendi 41 keppanda á mótið og 18 manna fylgdarlið. Keppt var í kata og kumite, bæði í einstaklings- og liðakeppni. Íslensku keppendurnir náðu að vinna 2 gull, 2 silfur og 19 brons á mótinu.

Bestum árangri náðu Iveta Chavdarova Ivanova og Samuel Josh Ramos en þau unnu til gullverðlauna í sínum flokkum. Iveta náði um leið að verja titilinn sem hún vann á síðast ári á Smáþjóðamótinu í Andorra. Þau unnu einnig til verðlauna með sínum liðum í kumite.

Margir keppendur voru einnig hársbreidd frá verðlaunasætum í sínum flokkum.

Næstu verkefni landsliðsins eru Cental England open í október, Heimsmeistarmótið sem verður haldið í Madríd í byrjun nóvember og Norðurlandameistaramótið sem að þessu sinni verður haldið í Tampere, Finnlandi í enda nóvember.

Heildarárangur íslendinga á mótinu var:

Gull:
Samuel Josh Ramos, Cadet kumite male -63 kg
Iveta Chavdarova Ivanova, Junior kumite female -53 kg


Silfur:
Björn Breki Halldórsson, U13 kata male
Kata team cadet and junior female: Hjördís Helga Ægisdóttir, Kristjana Lind Ólafsdóttir og Freyja Stígsdóttir.

Brons:
Oddný Þórarinsdóttir, Cadet kata female
Agnar Már Másson, Cadet kumite male -57 kg
Freyja Stígsdóttir, Junior kata female
Þórður Jökull Henrysson, Junior kata male
Kristjana lind Ólafsdóttir, Junior kumite female +59 kg
Aron Bjarkason, Junior kumite male -61 kg
Aron Anh Huynh, Kata male
Máni Karl Guðmundsson, Male kumite -67 kg
Máni Karl Guðmundsson, Male kumite open
Ágúst Heiðar Sveinbjörnsson, Male kumite open
Ólafur Engilbert Árnason, Male kumite -75 kg
María Bergland Traustadóttir, U13 kumite female -47 kg
Sóley Eva Magnúsdóttir, U14 kata female
Björgvin Snær Magnússon, U14 kumite male +55 kg
Cadet kumite team male: Bjarni Hrafnkelsson, Agnar Már Másson, Samuel Josh Ramos, Daníel Karels Randversson
Junior kumite team female: Hjördís Helga Ægisdóttir, Iveta C. Ivanaova, Kristjana Lind Ólafsdóttir og Freyja Stígsdóttir.
Male team kumite: Ólafur Engilbert Árnason, Máni Karl Guðmundsson, Ágúst Heiðar Sveinbjörnsson
U14 kata team female: Magnea Björt Jóhannesdóttir, Sóley Eva Magnúsdóttir, María Bergland Traustadóttir
U14 kata team male: Aron Máni Auðunsson, Nökkvi Benediktsson, Björn Breki Halldórsson

Heildarúrslit SSEKF San Marínó 2018

About Reinhard Reinhardsson