banner

Fylkir unnu félagsbikarinn í 12. sinn

Laugardaginn 6. október fór fram Íslandsmeistaramót unglinga í kumite Í Fylkissetrinu, Norðlingarholti, í umsjón Karatedeildar Fylkis. Karatedeild Fylkis átti mjög góðan dag á unglingamótinu eins og undanfarin ár og stóð uppi sem sigurvegari 12. árið í röð og er því Íslandsmeistari félaga í kumite unglinga. Góð þátttaka var á mótinu, um 55 keppendur frá 9 félögum á aldrinum 12-17 ára.

Þegar heildarstigin voru talin saman, þá stóð karatedeild Fylkis uppi sem sigurvegari með 31 stig, Þórshamar í 3. sæti með 11 stig og önnur félög með færri stig. Mótsstjóri var María Baldursdóttir og yfirdómari var Kristján Ó. Davíðsson.

Allir vinningshafar mótsins

Allir íslandsmeistarar mótsins

Heildarúrslit


Lokað fyrir athugasemdir.

About Reinhard Reinhardsson