banner

Fylkir unnu félagsbikarinn í 12. sinn

Laugardaginn 6. október fór fram Íslandsmeistaramót unglinga í kumite Í Fylkissetrinu, Norðlingarholti, í umsjón Karatedeildar Fylkis. Karatedeild Fylkis átti mjög góðan dag á unglingamótinu eins og undanfarin ár og stóð uppi sem sigurvegari 12. árið í röð og er því Íslandsmeistari félaga í kumite unglinga. Góð þátttaka var á mótinu, um 55 keppendur frá 9 félögum á aldrinum 12-17 ára.

Þegar heildarstigin voru talin saman, þá stóð karatedeild Fylkis uppi sem sigurvegari með 31 stig, Þórshamar í 3. sæti með 11 stig og önnur félög með færri stig. Mótsstjóri var María Baldursdóttir og yfirdómari var Kristján Ó. Davíðsson.

Allir vinningshafar mótsins

Allir íslandsmeistarar mótsins

Heildarúrslit

About Reinhard Reinhardsson