banner

Fjórir keppendur á Series A Salzburg

Fjórir fulltrúar Íslands keppa um helgina á opna heimsbikarmótinu í Salzburg:

– Iveta Ivanova, kumite -55 kg
– Máni Karl Guðmundsson, kumite -67 kg
– Ólafur Engilbert Árnason, kumite -75 kg
– Svana Katla Þorsteinsdóttir, kata

Mótið er hluti af Series A-mótaröðinni, sem er opni hluti heimsbikarmótanna Karate1 og liður í undankeppninni um sæti á Evrópuleikunum 2019 og Ólympíuleikunum 2020. Gríðarlegur fjöldi keppenda er skráður á mótið; í flokkum Svönu, Óla og Mána eru 220-30 manns og 139 í flokki Ivetu.

Með í för er Ingólfur Snorrason landsliðsþjálfari.

Máni, Ólafur, Iveta, Svana og Ingólfur

About Reinhard Reinhardsson