banner

Ólafur með brons á Danska meistaramótinu 2019

Ólafur Engilbert Árnason tók þátt í Danska meistaramótinu 2019 með danska félaginu Sportkarate Álaborg og náði að vinna til bronsverðlauna í -75 kg flokki í kumite karla.

Hann tapaði fyrstu viðureign við verðandi Danmerkurmeistara 13-3 en fékk uppreisn og keppti um þriðja sætið þar sem hann sigraði 1-0.

Sportkarate Álaborg varð síðan það félag sem fékk flest verðlaun á mótinu.

Ólafur í fremstu röð

Ólafur gegn Mads Viberg Larsen

Ole Christian Hansen gegn Ólafi um 3ja sæti

About Reinhard Reinhardsson