banner

Meistaramót barna í kata 2019

Meistaramót barna í kata fór fram sunnudaginn 5. maí í Íþróttahúsi Breiðabliks í Smáranum.
Keppt er í einstaklings kata, 11 ára og yngri og liðakeppni í kata. 159 keppendur frá 10 félögum voru skráðir til leik auk 26 hópkataliða.

Í mótslok stóð Karatefélag Reykjavíkur uppi sem Íslandsmeistari félaga með 25 stig og endurheimti þar með titlinn af ÍR frá fyrra ári.

Yfirdómari á mótinu var Kristján Ó. Davíðsson og mótsstjórn var í höndum Karatedeildar Breiðabliks.

Allir verðlaunahafarnir í mótslok.

Íslandsmeistarar í einstökum flokkum eru;
Kata stúlkna 8 ára og yngri, Júlia Bergland Traustadóttir, KFA
Kata pilta 8 ára og yngri, Mitar Pusic, Þórshamar
Kata 9 ára stúlkur, Hildur Högnadóttir, Þórshamar
Kata 9 ára piltar, Sunny Songkun Tangrodjanakajorn, Þórshamar
Kata 10 ára stúlkur, Kolka Kjartansdóttir, Þórshamar
Kata 10 ára piltar, Adam Ómar Ómarsson, Þórshamar
Kata 11 ára stúlkur, Embla Rebekka Halldórsdóttir, KFR
Kata 11 ára piltar, Eðvald Egill Finnson, KFR
Hópkata 9 ára og yngri, ÍR 2 (Eiríkur, Kristján Alexander og Sóley Vala), ÍR
Hópkata 10-11 ára, KFR 2 (Daði, Jakob Hjalti og Óskar Ingi) KFR

Heildarúrslit.

About Reinhard Reinhardsson