banner

Afreksstarf sambandsins næstu mánuði

Stjórn Karatesambands Íslands, landsliðsnefnd og landsliðsþjálfarar funduðu í dag um afreksstarf sambandsins næstu mánuði.

Stjórn og þjálfarar mælast til þess að allir iðkendur karate sæki alla þá tíma sem verða í boði í félögum þeirra.

Landsliðsæfingar fyrir 16 ára og yngri munu hefjast á næstu dögum.
Landsliðsþjálfarar munu senda út tilkynningar um æfingarnar.

Landsliðsæfingar fyrir eldri keppendur munu fara fram í minni hópum samkvæmt reglugerð stjórnvalda.
Vonumst við til að þær fjöldatakmarkanir verði rýmkaðar síðar í mánuðinum.
Landsliðsþjálfarar munu einnig senda út tilkynningar um þær æfingar.

Búið er að fresta öllum landsliðsferðum erlendis fram á haustið.
Fyrstu ferðir sem mögulega verður hægt að fara í, eru fyrirhugaðar í október og nóvember næstkomandi.
Ákvörðun um þær verður tekin í ágúst næstkomandi.

Stefnt er á að innlent mótahald hefjist í enda september og verði öll mót sem voru fyrirhuguð í vor haldin næsta vetur.
Vonast er til að hægt verði að auglýsa dagsetningar og staðsetningu þeirra í upphafi ágústmánaðar.

Stjórn, landsliðsnefnd og landsliðsþjálfarar.

About Reinhard Reinhardsson