banner

Landsliðsþjálfarar í kata 2020-2021

Stjórn og landsliðsnefnd kom saman í dag og undirritaði samninga við landsliðsþjálfara í kata fyrir næsta ár.

Samningur sambandsins við Helga Jóhannesson var framlengdur um ár og munn hann stýra kata landsliðinu fram á næsta sumar.

Einnig var skrifað undir samning við Maríu Helgu Guðmundsdóttur sem aðstoðar-landsliðþjálfarar í kata næsta árið, með áherslu á æfingar fyrir unga og efnilega keppendur.

Óskum við þeim velfarnaðar í starfi.

Reinharð Reinharðsson, formaður KAÍ og Elías Guðni Guðnason, formaður landsliðsnefndar, skrifuðu undir fyrir hönd sambandsins.

Reinharð, Helgi, María og Guðni

About Reinhard Reinhardsson