banner

Karatekona og karatemaður ársins 2020

Stjórn Karatesambands Íslands hefur valið eftirfarandi karatekonu og karatemann ársins 2020

Karatekona ársins 2020: Freyja Stígsdóttir, Karatefélagið Þórshamar

Freyja er mjög sterk keppnismanneskja sem er orðin ein fremsta karatekona landsins og er á góðri leið með að vera ein af betri karatekonum á norðurlöndum. Freyja hefur einblínt meira á kata síðustu misseri og varð Íslandsmeistari í fullorðins flokki í fyrsta sinn á þessu ári sem sýnir hversu langt hún er komin. Freyja er góður fulltrúi karateíþróttarinnar.
Helsti árangur Freyju á árinu:
Helsinki Open silfur í kata U18 female
Helsinki Open brons í kata U21 female
ÍM kata 2020 Gull kata female senior
Bikarmót KAÍ 2020 Gull kata female senior
RIG2020 Gull kata junior
RIG2020 Silfur Kata female senior

Karatemaður ársins 2020: Aron Anh Ky Huynh, karatedeild ÍR

Aron hefur verið í fremstu röð hérlendis undanfarin ár, hann hefur náð góðum árangri á erlendri grundu og lenti m.a. í 15.sæti á Evrópumóti ungmenna fyrr á þessu ári og er það annað árið í röð sem hann er meðal 15 bestu karatemanna í sínum flokki innan Evrópu. Aron er verðugur fulltrúi karateíþróttarinnar.
Helsti árangur Arons á árinu:
Evrópumóti U21 í Budapest kata U21 male 15. sæti
RIG2020 Gull kata male senior
Bikarmót KAÍ 2020 Gull kata male senior

Aron Anh Ky Huynh og Freyja Stígsdóttir

Freyja
Aron Anh

About Reinhard Reinhardsson