banner

Mót á vegum KAÍ veturinn 2020-2021

Stjórn Karatesambands Íslands hefur ákveðið að fella niður eða fresta öllum mótum sem fyrirhuguð voru næstu 2 mánuði.

Í ljósi hertra sóttvarnaraðgerða stjórnvalda eru engar æfingar fyrirhugaðar næstu vikur og er því ómögulegt að skipuleggja mót það sem eftirlifir 2020.

Stjórnin hefur því ákveðið að fella niður Íslandsmeistaramót barna í kata 2020, 2. GrandPrix-mót KAÍ 2020 og 2. Bikarmót KAÍ 2020.
Engir Bikarmeistarar í karate 2020 verða því krýndir. Sama á við um GranPrix-mótaröðina. Uppskeruhátíð KAÍ 2020 er einnig afslýst.

ÍMU í kata 2020, ÍMU í kumite 2020 og ÍM í kumite 2020 verður frestað fram í febrúar 2021. Ef íþróttaiðkun verður komin í eðlilegt horf í janúar 2021 er stefnt á að halda þessi mót en annars verða þau endanlega felld niður.

Fyrstu mót 2021 sem fyrirhuguð eru, eru 1. Bikarmót KAÍ 2021, 22. janúar og RIG21, 31. janúar 2021. Vonum við að íþróttastarf verði komið í eðlilegt ástand og hægt verði að halda þessi mót.

Uppfærðar upplýsingar eru komnar inn á vef KAÍ: http://kai.is/innlend-motaskra/ og Sportdata.org (dagsetningar eru óstaðfestar).

Stjórn KAÍ

About Reinhard Reinhardsson