banner

Íslandsmeistaramót í kata unglinga og barna um helgina.

Íslandsmeistaramót unglinga 12 – 17 ára í kata fer fram laugardaginn 15. maí í Smáranum, Kópavogi og hefst kl. 11.00.

Um 60 keppendur og 14 hópkata lið eru skráð til leiks frá 10 karatefélögum og -deildum.

Íslandsmeistaramót barna 11 ára og yngri fer síðan fram sunnudaginn 16. maí á sama stað.

Þar eru um 110 börn og 20 hópkata lið skráð til leiks frá 9 karatefélögum og -deildum

Fella varð mótin niður á síðasta ári vegna Covid-19 svo nú er um langþráð mót að ræða hjá mörgum keppandanum.

Engir áhorfendur verða leyfðir á mótinu en streymt verður fá þeim á Youtube-rás Karatesambandsins.

About Reinhard Reinhardsson