banner

Íslandsmeistaramót unglinga og barna í kata 2021

Íslandsmeistaramót unglinga 12 – 17 ára í kata fór fram laugardaginn 15. maí í Smáranum, Kópavogi og hófst kl. 11.00.
Um 60 keppendur og 14 hópkata lið voru skráð til leiks frá 10 karatefélögum og -deildum.
Margir ungir og efnilegir keppendur stigu á stokk á mótinu.

Hluti sigurvegara á ÍMU kata

Karatefélag Reykjavíkur stóð uppi sem sigurvegari Félaga með 50 stig að móti loknu.

Keppnislið KFR með Félagsbikarinn

Yfirdómari á mótinu var Kristján Ó. Davíðsson og mótsstjóri María Jensen.

ÍMU heildarúrslit

Íslandsmeistaramót barna 11 ára og yngri fór fram sunnudaginn 16. maí á sama stað. Mótið hófst kl. 10.00 og lauk um kl. 14.00.

Um 110 börn og 20 hópkata lið voru skráð til leiks frá 9 karatefélögum og -deildum
Margur efnilegur karatemaðurinn tók þar sín fyrstu keppnisskref í íþróttinni.

Hluti sigurvegara á ÍMB kata

Karatefélagið Þórshamar sigraði á samanlögðum stigum í lok móts.

Keppendur frá Þórshamri með Félagbikarinn

ÍMB heildarúrslit

Engir áhorfendur voru leyfðir á mótinu en streymt var fá þeim á Youtube-rás Karatesambandsins.
Hægt er að horfa á upptökur frá mótunum.

ÍMU kata Tatami 1: https://youtu.be/J0MDtywT97w
ÍMU kata Tatami 2: https://youtu.be/8d5NJCoOP4A

ÍMB kata Tatami 1: https://youtu.be/CalT_u-JS74
ÍMB kata Tatami 2: https://youtu.be/GC8IEXTuvJs

About Reinhard Reinhardsson