banner

2. GrandPrix mót KAÍ 2021

2. GrandPrix mót KAÍ 2021 fór fram dagna 2. og 3. október í Íþróttahúsi Síðuskóla, Akureyri.

Karatefélaga Akureyrar sá um undirbúning og aðstöðu fyrir mótið. Þetta er fyrsta mótið á vegum Karatesambandsins sem þar fer fram.

64 keppendur voru skráðir til leiks frá 7 félögum og mörg þeirra kepptu í báðum keppnisgreinum karate, kata og kumite.
Keppt var í kata á tveimur völlum á laugardeginum kl. 17-19 og í kumite á sunnudeginum frá 10-14, en á einum velli.

heildarúrslit GP2

About Reinhard Reinhardsson