banner

Uppfærð dómararéttindi í kumite

Fimmtudaginn 24.febrúar stóð Karatesambandi fyrir dómaranámskeiði í kumite, Helgi Jóhannesson EKF Referee stóð fyrir námskeiðinu. Farið var yfir keppnisreglur WKF útgáfu 2020, auk þess sem nokkur video voru sýnd til að skýra reglur betur út. Fín þátttaka var á námskeiðinu og fóru 7 einstaklingar í skriflegt próf, af þeim fóru svo 2 í verklegt próf á GrandPrix mótinu sem haldið var í Íþróttahúsinu Strandgötu laugardaginn 26.febrúar. Stóðust þau bæði prófið með sóma.

Endurnýjuð réttindi;
Reinhard Reinhardsson, Referee-A

Ný réttindi fengu;
Elín Björg Arnarsdóttir, Afturelding, Judge-B
Þórður Jökull Henrysson, Afturelding, Judge-B

About Reinhard Reinhardsson