banner

35. Karateþing

35. Karateþing fór fram Sunnudaginn 27. febrúar í Íþróttamiðstöðinni Laugardal.

Hafsteinn Pálsson, 2. vara-forseti ÍSÍ var kosinn þingforseti.

Andri Stefánsson, framkvæmdastjóri ÍSÍ ávarpaði þingið.
Hafsteinn heiðraði Helga Jóhannesson með Gullmerki ÍSÍ fyrir störf fyrir karatehreyfinguna og að hafa verið Evrópudómari í yfir 20 ár.

Um 30 þingfulltrúar sóttu þingið frá 5 karatefélögum og -deildum.
Á þinginu var samþykkt að skipa milliþinganefnd til að endurskoða lög sambandsins og skila inn tillögu um lagabreytingar fyrir næsta karateþing árið 2023.

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2022 var samþykkt óbreytt. Uppfærð Afreksstefna KAÍ fyrir 2022-2025 var samþykkt með breytingum. Samþykkt var að halda 1-2 Bikarmót á árinu.

Líflegar umræður urðu undir liðnum önnur mál.

Formaður og stjórn gaf kost á sér til endurkjörs og voru kjörin einróma.
Einn nýr stjórnarmaður var kjörinn í varastjórn, Elías Snorrason.

Að þingi loknu var haldinn formannafundur með nýkjörinni stjórn þar sem rædd voru sameiginleg mál félaganna og stjórnar KAÍ.

Helgi Jóhannesson og Hafsteinn Pálsson

Andri Stefánsson ávarpaði þingið

Þingfulltrúar

About Reinhard Reinhardsson