banner

Æfingabúðir í kumite í Stokkhólmi

Sex keppendur í Landsliði Íslands í kumite taka þátt í æfingabúðum í Bosön, Stokkhólmi dagana 11.-13. mars.

Aðalþjálfarar verða þau Roksada Atanasov og Sadik Sadik. Roksanda þjálfar Jovana Prekovic, sem er Ólympíu, Heims- og Evrópumeistari í sínum flokki í kumite.
Jovana og Roksanda

Með í ferðinni verður Reinharð Reinharðsson, formaður KAÍ, sem fararstjóri.

Hópurinn með þjálfurum í lok laugardags.

Æfingabúðirnar eru hluti af undirbúningi keppendanna fyrir Evrópumót fullorðinna í Tyrklandi í maí og Evrópumót ungmenna í Prag, í júní.

About Reinhard Reinhardsson